Sekt fyrir að keyra ölvaður á brunahana

Karlmanni var í Héraðsdómi Reykjavíkur gert að greiða 285 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að keyra drukkinn á ljósastaur og brunahana um Skógarsel í Breiðholti. Reyndist vínandamagn í blóði mannsins 2,34‰. Var hann sviptur ökuleyfi í fjögur ár.

Samkvæmt frumskýrslu barst lögreglu um það tilkynning, laugardaginn 17. mars 2007, kl. 21.37, að bifreið hefði verið ekið á staur í Skógarseli, gegnt íþróttahúsi ÍR, og síðan af vettvangi. Er lögreglumenn komu á vettvang hafi þeir séð að ekið hefði verið þar á ljósastaur og hefðu töluverð ummerki verið þar eftir ökutæki í snjónum. Hafi þeir þá farið að heimili mannsins en hann hafi verið skráður eigandi bifreiðarinnar. Hafi þeir fundið bifreiðina þar mannlausa á bílastæði við húsið, en nýleg hjólför hafi verið þar í snjónum eftir hana, auk þess sem vél og púströr hafi verið heit. Er þeir hafi knúið dyra á heimili mannsins, kl. 21.35, hafi hann tekið á móti þeim, klæddur náttslopp.

Hann hafi neitað að hafa ekið ökutækinu en sagt í byrjun að annar maður hefði ekið bifreiðinni. Hann hafi þó ekkert vitað frekari deili á þeim manni og við athugun lögreglu hafi maður með nafni því sem hann gaf upp ekki fundist íþjóðskrá. Vitni gáfu lýsingu á manninum og bentu á hann í sakbendingu og þótti því sannað að hann hafi verið undir stýri bifreiðarinnar í umræddu tilviku.

Manninum var gert að greiða 306.682 krónur í sakarkostnað, þar með talin 220.000 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka