Varað við stórhríð

mbl.is/Þorkell

Varað er við stórhríð á Holtavörðuheiði og óveðri á milli Borgarness og
Hvanneyrar, og einnig á norðanverðu Snæfellsnesi. Þá er fólk beðið að vera
vakandi fyrir aukinni hálku þar sem er að hlána. Það er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum en hált er um mestallt Suðurland og það fennir í kring um Vík.

Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir en þæfingur á köflum á
norðanverðu Snæfellsnesi. Snjókoma eða skafrenningur á heiðum á
Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka og víða snjókoma eða él.  Þá er víða
einhver ofankoma eða skafrenningur á Norðurlandi og þar er ýmist hálka eða hálkublettir á vegum.

Á Norðaustur- og Austurlandi eru víða hálkublettir eða einhver snjóþekja.
Öxi er ófær. Vegir eru víða auðir á Suðausturlandi en þó eru sumstaðar hálkublettir eða hálka, einkum vestan til, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka