Varað er við stormi á miðhálendinu í dag og á norðanverðu Snæfellsnesi. Akstursaðstæður geta verið erfiðar með hálku og miklum vindi.
Á höfuðborgarsvæðinu er spáð hlýnandi veðri og úrkomu. Í slíkri asahláku þarf að hreinsa frá þakrennum og niðurföllum og huga sérstaklega að því að ekki inn af svölum. Ekki þarf mikið að gera til að koma í veg fyrir stórtjón. Miklir pollar geta myndast í slíku þíðviðri og eru ökumenn beðnir að haga akstri eftir því og sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitsemi.