Voru 16 klukkutíma til byggða

Halldóra Ingvarsdóttir og Þórkatla M. Norðquist bæta lofti í dekkin.
Halldóra Ingvarsdóttir og Þórkatla M. Norðquist bæta lofti í dekkin.

Þátttakendur í kvennaferð ferðaklúbbsins 4x4 lentu í nokkrum hrakningum á leið sinni til byggða af Sprengisandi á sunnudaginn vegna blindhríðar á hálendinu svo ekki sást á milli stika. Varð að ganga á undan bílunum og tók heimferðin öll um 16 klukkustundir fyrir vikið. Allt gekk þó slysalaust, en 56 konur voru í ferðinni á 23 bílum og voru þær yngstu 12 ára að fara í sína aðra kvennaferð og þær elstu á sextugsaldri.

Lagt var upp í ferðina á föstudaginn og var þá farið í Setrið sem er skáli ferðafélagsins inni við Hofsjökul. Á laugardeginum var ekið inn undir Hofsjökul og niður í Kisubotna meðal annars í mjög góðu veðri. Lagt var af stað í bæinn á sunnudagsmorguninn um klukkan 11 í þokkalegu veðri, „en svo versnaði veðrið og versnaði þannig að við sáum ekki á milli stika, auk þess sem það voru líka miklir skaflar á veginum“, sagði Kristín Sigurðardóttir, ein þeirra sem voru í ferðinni. Hún sagði að þær hefðu því brugðið á það ráð að skipta hópnum upp í fjóra hópa, sem hver sá um sig. Þannig hefðu þær allar komist til byggða og hefðu þær seinustu komið í bæinn um klukkan hálffimm um nóttina eftir 16-17 tíma ferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert