„Konurnar heim“

Meiri­hluti F-lista og Sjálf­stæðis­flokks lagði fram breyt­ing­ar­til­lög­ur við frum­varp að þriggja ára áætl­un um rekst­ur, fram­kvæmd­ir og fjár­mál Reykja­vík­ur­borg­ar í gær­dag. Að því er fram kom í fram­sögu­er­indi Ólafs F. Magnús­son­ar borg­ar­stjóra hef­ur slíkt ekki gerst áður milli umræðna um áætl­un­ina. Breyt­ing­arn­ar gera ráð fyr­ir auk­inni áherslu á skóla- og vel­ferðar­mál en ekki var hljóm­grunn­ur fyr­ir öll­um hug­mynd­um meiri­hlut­ans.

Hvað helst skar í augu borg­ar­full­trúa minni­hlut­ans hug­mynd­ir um að tekn­ar yrðu upp greiðslur til þeirra for­eldra sem biðu eft­ir niður­greidd­um leik­skóla­pláss­um. Ekki komu borg­ar­full­trú­ar sér sam­an um hvort kalla ætti greiðslurn­ar þjón­ustu­gjöld eða heim­greiðslu en Degi B. Eggerts­syni, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fannst við hæfi að þær væru greidd­ar und­ir kjör­orðinu „kon­urn­ar heim“. Dag­ur gagn­rýndi einnig hug­mynd­ina á þeim for­send­um að hún gerði ekk­ert til að stytta biðlista – líkt og borg­ar­stjóri boðaði. „For­eldr­ar ungra barna árið 2008 eru ekki að bíða eft­ir skaðabót­um, held­ur þjón­ustu. Þau eru að bíða eft­ir þjón­ustu leik­skóla eða dag­mæðra.“

Dag­ur sagði óviðun­andi að börn­um í Reykja­vík fjölgaði meira en leik­skóla­pláss­um og kallaði eft­ir ör­ari upp­bygg­ingu leik­skóla.

Borg­ar­stjóri taldi frá­leitt að verið væri að kalla kon­urn­ar heim á heim­il­in en taldi greiðslurn­ar koma for­eldr­um vel við að kaupa aðra þjón­ustu. Nýir leik­skól­ar yrðu byggðir í takt við aðra upp­bygg­ingu, s.s. í nýj­um hverf­um og með viðbygg­ing­um við eldri skóla.

Í inn­blás­inni ræðu sinni tók Svandís Svavars­dótt­ir, odd­viti VG, í svipaðan streng og Dag­ur hvað varðaði heim­greiðslurn­ar. „Ég nefni heim­greiðslu til for­eldra meðan beðið er eft­ir leik­skóla­plássi [...] fyr­ir­heit um stærsta skref aft­ur á bak í kven­frels­is­mál­um sem við höf­um séð í sögu borg­ar­stjórn­ar.“ Svandís sagði femín­ista í öll­um flokk­um geta sam­mælst um það og kallaði greiðslurn­ar ekk­ert annað en kvenna­gildru.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert