Óraunhæfar kröfur KSÍ?

Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks í borg­ar­stjórn, vék að því í ræðu sinni í gær að hann hefði beðið innri end­ur­skoðend­ur borg­ar­inn­ar að fara yfir sam­skipti borg­ar­yf­ir­valda og Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands vegna fram­kvæmda í Laug­ar­dal. Sagði Vil­hjálm­ur að ef kröf­ur KSÍ væru rétt­ar hefði kostnaður borg­ar­inn­ar vegna fram­kvæmd­anna auk­ist um 80-90% frá kostnaðaráætl­un. Vil­hjálm­ur sagði svör end­ur­skoðenda verða lögð fram á borg­ar­ráðsfundi á morg­un og að allt yrði lagt á borðið, þ.m.t. fund­ar­gerðir bygg­inga­nefnd­ar. Var fram­taki odd­vit­ans fagnað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert