Fíkniefnahundurinn Moli gaf til kynna að tvær konur sem fóru á Litla Hraun að heimsækja fanga væru með fíkniefni á sér. Lögreglan á Selfossi var kölluð til og gerð líkamsleit á konunum. Þær voru einnig færðar í röntgenmyndatöku á sjúkrahúsið á Selfossi og þá kom í ljós að þær voru með töluvert magn fíkniefna innvortis.
Samkvæmt lögreglunni á Selfossi voru það bæði töflur og meint amfetamín í duftformi sem verið er að rannsaka nánar sem fannst við leitina.