Segir útrásina hafa lítil áhrif

Indriði H. Þorláksson er fyrrverandi ríkisskattstjóri.
Indriði H. Þorláksson er fyrrverandi ríkisskattstjóri.

Indriði Haukur Þorláksson, fyrrum ríkisskattstjóri, segir að aðeins lítill hluti af hagnaði af starfsemi íslenskra útrásarfélaga erlendis skila sér í hendur innlendra aðila og sé ráðstafað hér á landi. Þetta kemur fram á bloggsíðu Indriða.

Hann segir að skatttekjur íslenska ríkisins af þessari starfsemi séu tengdar þeim hagnaði sem tekin er til landsins og gildandi skattareglum svo og leiða til að koma hagnaði óskattlögðum úr landi. „Áhrif útrásar íslenskra aðila á íslenskt efnahagslíf eru því að líkindum ekki ekki mjög mikil og skatttekjur íslenska ríkisins af atvinnurekstri íslenskra aðila erlendis eru ekki miklar,“ skrifar Indriði.

Hann segir að ástæðan fyrir hvoru tveggja sé að hluta til sú að eignarhald á íslenskum eigendum útrásarfyrirtækjanna sé að nokkuð miklu leyti í höndum aðila sem skráðir eru erlendis en einnig af því að skattareglur í þessum efnum hér á landi eru ófullnægjandi.

Hann bendir á að það sé starfsemin hér á landi, sem fyrst og fremst hafi þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf og skatttekjur ríkissjóðs. Breyting á eignarhaldi og flutningur höfuðstöðva hafi ekki stórfelld áhrif ef félagið haldi áfram starfsemi sinni hér. Vilji félagið ekki sinna starfsemi hér, t.d. innlendri bankastarfsemi, muni aðrir aðilar vafalítið yfirtaka hana, skapa hér fleiri störf en þeir höfðu áður haft og skila meiri hagnaði og skatttekjum en áður.

Bloggsíða Indriða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert