Tölvuþjófur komst undan

Tilraun til þjófnaðar mistókst.
Tilraun til þjófnaðar mistókst. mbl.is/Frikki

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu leit­ar enn manns sem rudd­ist inn í tölvu­versl­un í Borg­ar­túni og reyndi að hafa 2 tölv­ur á brott með sér. Starfsmaður sem reyndi að stöðva för þjófs­ins skrámaðist á and­liti og var flutt­ur á slysa­deild til at­hug­un­ar.

Hann mun ekki vera al­var­lega slasaður en hann kom í veg fyr­ir að þjóf­in­um tæk­ist ætl­un­ar­verk sitt.

Lög­regl­an sendi mik­inn mannsafla á staðinn og leitaði í grennd við versl­un­ina en sam­kvæmt varðstjóra er talið lík­legt að hann hafi kom­ist und­an á bif­reið, hugs­an­lega beið vitorðsmaður fyr­ir utan versl­un­ina á bíl og auðveldaði  undan­komu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert