Utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sendi kveðju til baráttufundar Íslands-Palestínu á Lækjartorgi sem nú stendur yfir.
„Ég sendi fundarmönnum mínar bestu baráttukveðjur. Framlag ykkar er mikilvægt til að vekja athygli á þeim grimmdarverkum sem nú eiga sér stað á Gaza. Framferði Ísraelsmanna gagnvart óbreyttum borgurum er óafsakanlegt og skýrt brot á alþjóðalögum auk þess sem friðarferlinu er stefnt í voða.
Íslensk stjórnvöld fordæma þetta framferði og munu hér
eftir sem hingað til koma þeirri skoðun skýrt á framfæri á
alþjóðavettvangi. Mikilvægt er að allir málsaðilar leggist á eitt við
að leiða friðarferlið til farsælla lykta fyrir lok þessa árs þannig að
til geti orðið tvö lífvænleg sjálfstæð ríki Palestínu og Ísraels."