Vél Iceland Express snúið við

Vél Iceland Express var snúið við í morgun.
Vél Iceland Express var snúið við í morgun. mbl.is/Árni Torfason

Viðvörunarljós kviknuðu í stjórnklefa flugvélar Iceland Express á leið til Lundúna í morgun og var ákveðið að snúa vélinni við til Keflavíkur eftir um klukkutíma flug.  Í ljós kom að um minniháttar bilun var að ræða.

Samkvæmt Matthías Imsland, forstjóra Iceland Express, kviknaði viðvörunarljós og þá er venjan að snúa við að láta athuga vélina.  Flugmenn þurftu að handfljúga vélinni til baka en Matthías átti ekki von á að farþegar hefðu orðið hræddir.  Búist var við að flugvélin gæti farið í loftið fljótlega aftur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka