54% vilja aðildarviðræður við ESB

Afgerandi meirihluti er fyrir því að hefja viðræður um að aðild  Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök iðnaðarins og kynnt var á Iðnþingi í morgun. Alls segjast 54% aðspurðra vera hlynntir aðildarviðræðum en 30% andvígir.

Fram kemur í fréttatilkynningu að samkvæmt sömu könnun segist 44,1% aðspurðra vera hlynntir aðild að sambandinu en 34,3% andvígir. Samkvæmt þessu vilja margir þeirra sem eru andvígir aðild hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Fleiri stuðningsmenn allra flokka, nema Vinstri grænna, vilja hefja aðildarviðræður. Þannig vilja 46,2% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks fara í aðildarviðræður en 39% segjast því andvíg. 50% stuðningsmanna Framsóknarfloksins og 78% hjá Samfylkingunni eru hlynnt viðræðum. Andstaðan er mest meðal stuðningsmanna Vinstri grænna en þó segjast 35% þeirra hlynnt viðræðum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert