Bankaræninginn var óvopnaður

Kaupþing banki
Kaupþing banki

Maðurinn sem lögreglan handtók fyrir bankarán í útibúi Kaupþings í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði er í haldi lögreglu.  Að sögn lögreglu gekk hann inn í útibúið og sagðist ætla að ræna bankann.

Maðurinn var óvopnaður og ógnaði engum með ofbeldi.  Hann fékk smá pening afhentan og gekk svo út úr bankanum.  Svo virðist sem hann hafi numið staðar þar fyrir utan og gerðist líklegur til að fara inn í bankaútibúið aftur þegar lögregla kom á staðinn og handtók hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert