Einn ljósatími eykur hættu á krabbameini um 22%

Enginn ætti að nota ljósabekki, síst börn og unglingar undir átján ára aldri, ef marka má rannsókn sem greint er frá í ástralska dagblaðinu Herald Sun. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eykst áhættan á sortuæxli um 22% við aðeins eitt skipti í ljósabekk. Að mati húðlæknis renna niðurstöðurnar stöðum undir það sem vitað er: að ljósabekkir og notkun þeirra er hættuleg.

Nýverið var hrundið af stað átakinu „Hættan er ljós“ og er þetta fimmta árið sem Geislavarnir ríkisins, Krabbameinsfélagið, Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð standa saman að því. Átakinu er beint að fermingarbörnum en ekki síður að foreldrum eða forráðamönnum þeirra. Ástæðan er sú tilhneiging að fermingarbörn verði að vera sólbrún. Færri gera sér hins vegar grein fyrir hættunni sem ljósabekkjaböðunum fylgir.

Ef vísað er á ný í áströlsku rannsóknina sést að fólk undir 35 ára aldri eykur líkurnar á húðkrabbameini um 98% ef það notar ljósabekki. Þar kemur jafnframt fram skoðun vísindamannsins Louisu Gordon hjá Queensland Institute of Medical Research – sem framkvæmdi rannsóknina – sem er að banna ætti fólki undir átján ára aðgang að slíkum bekkjum.

Bárður Sigurgeirsson húðlæknir bendir á þann galla við rannsóknina, að ekki sé búið að birta grunngögnin né vísindagrein sem fjallar um niðurstöðurnar. „En þetta er virt stofnun sem framkvæmdi rannsóknina þannig að ég sé enga ástæðu til að draga hana í efa. Hún byggir jafnframt á viðameiri gögnum en oft áður,“ segir Bárður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert