Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að ekki væri eftir neinu að bíða og Íslendingar væru tilbúnir sækja um aðild Evrópusambandinu.
„Þekking okkar á kerfinu í Brussel er góð og Ísland er óumdeilt lýðræðisríki með stöðugt pólitískt kerfi. Við höfum notið efnahagslegrar velgengni og höfum þegar innleit ¾ hluta af regluverki ESB. Flest bendir til að efnahagslegum hagsmunum okkar sé betur borgið með aðild að sambandinu.“
Helgi sagði að við þyrftum að skilgreina samningsmarkmiðin og Íslendingar þyrftu að ganga til samninga fullir vissu um að ná fram þeim markmiðum sem við munum setja okkur.
„Við stígum ekki skrefið nema viðunandi árangur náist, einkum varðandi hagsmuni sjávarútvegs. Enn þarf tíma fyrir stóra hópa Íslendinga til að komast yfir pólitíska og tilfinningalega þröskulda. Við verðum engu að síður að nýta tímann vel, setja okkur skýr og metnaðarfull markmið gagnvart hagsmunum Íslands, og vera staðráðin í að ná árangri sem skilar Íslendingum fram á veginn“, sagði Helgi að lokum.