Fasteignaverð á Fljótsdalshéraði og Akureyri að verða hið sama

Frá fundi Landsbankins um stöðu fasteignamarkaðarins á Austurlandi.
Frá fundi Landsbankins um stöðu fasteignamarkaðarins á Austurlandi.

Verðþróun húsnæðis hefur verið hraðari á Mið-Austurlandi en annars staðar á landinu. Í því sambandi hefur Fjótsdalshérað náð Akureyri og Fjarðabyggð fylgt í kjölfarið. Jafnari þróun hefur þó verið í verðþróun á Fljótsdalshéraði en í Fjarðabyggð síðustu árin. Þetta kom fram hjá Ara Skúlasyni, forstöðumanni á fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands, á fundi sem bankinn stóð fyrir um þróun fasteignamarkaðsins á Mið-Austurlandi á Reyðarfirði og Egilsstöðum í vikunni. Hann segir aðstæður og hegðun fasteignamarkaðarins á svæðinu orðnar eins og í stærstu kjörnum landsins.

Samkvæmt Verðsjá Fasteignamats ríkisins var fermetraverð í fjölbýli í fyrra um 170 þúsund krónur að meðaltali á Fljótsdalshéraði en um 125 þúsund í Fjarðabyggð. Í sérbýli var fermetraverð árið 2007 rétt yfir 150 þúsund krónum að meðaltali á Fljótsdalshéraði, en um 120 þúsund í Fjarðabyggð. Fljótsdalshérað er því komið býsna nálægt Akureyri í fermetraverði og í Fjarðabyggð hefur það einnig hækkað gríðarlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert