Gagnrýni seint á ferðinni

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík
Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík mbl.is

Svandís Svavarsdóttir telur allar athugasemdir Júlíusar Vífils Ingvarssonar eiga jafnframt við um fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stýrihópnum og auk þess veki undrun hvað þær komi seint fram.

Svandís segir að Júlíus Vífill hafi ekki fyrr gert athugasemdir við mönnun stýrihópsins, sem hafi verið skipaður þverpólitískt 18. október. Enginn hafi reyndar gert athugasemdir við setu sína og Sigrúnar Elsu Smáradóttur í stýrihópnum. Hefðu komið fram athugasemdir hefði hún skoðað þær. Júlíus Vífill hafi gert ýmsar góðar athugasemdir við innihald skýrslunnar, en þessar athugasemdir komi seint fram og hann hljóti að hafa getað komið þeim fyrr á framfæri við fulltrúa sína í stýrihópnum. 6. febrúar hafi til dæmis allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setið yfir skýrslunni og samþykkt hana fyrir sitt leyti og þar á meðal Júlíus.

Í seinni ræðu sinni á borgarstjórnarfundinum í fyrrinótt segist Svandís hafa tekið undir ýmsar athugasemdir Júlíusar á skýrslunni, eins og til dæmis að ástæða hefði verið að greina sérstaklega frá efni einstakra funda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert