Gagnrýnir skýrslu um REI og segir fulltrúa vanhæfa

Júlíus Vífill Ingvarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson mbl.is

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýndi skýrslu stýri­hóps borg­ar­ráðs um mál­efni Reykja­vik Energy In­vest og Orku­veitu Reykja­vík­ur á fundi borg­ar­stjórn­ar í fyrrinótt og sagði jafn­framt að Svandís Svavars­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, og Sigrún Elsa Smára­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefðu verið van­hæf­ar að hans mati til að vera í stýri­hópn­um.

Að sögn Júlí­us­ar Víf­ils Ingvars­son­ar fór hann yfir skýrsl­una og benti á að í hana vantaði ýms­ar upp­lýs­ing­ar sem eðli­legt væri að fylgdu skýrslu sem þess­ari. Til dæm­is upp­lýs­ing­ar um hvernig stýri­hóp­ur­inn hefði fundað, hverj­ir hefðu mætt á fundi nefnd­ar­inn­ar, hvaða gögn hefðu verið skoðuð af nefnd­inni og hver kostnaður við vinnu henn­ar væri. Auk þess hefði hann bent á að það vantaði ýms­ar lög­fræðileg­ar skýr­ing­ar eins og t.d. varðandi samrun­ann. Skýrsl­an fjallaði um viðskipti frek­ar en stjórn­mál en hina viðskipta­legu hug­mynd vantaði í hana. Ekk­ert væri fjallað um verðmat á REI og Geys­ir Green og hvernig það verðmat væri hugsað eft­ir sam­ein­ingu. Eins hefði hann bent á að Svandís Svavars­dótt­ir og Sigrún Elsa Smára­dótt­ir hefðu báðar verið í stjórn OR og komið að mál­inu á ýms­um stig­um. Því væri það um­hugs­un­ar­efni og leiddi til van­hæfni að þær sætu í nefnd sem rann­sakaði sér­stak­lega mál þar sem þær væru gerend­ur og kæm­ust að niður­stöðu um það hvernig að mál­inu væri staðið, meðal ann­ars með til­liti til laga­reglna og stjórn­sýslu­rétt­ar. Hann hefði óskað eft­ir því að Svandís Svavars­dótt­ir gerði grein fyr­ir því hvort hún hefði tekið þátt í því að búa til lista yfir valda starfs­menn sem hefðu átt að njóta þeirra for­rétt­inda að kaupa hlut í hinu sam­eig­in­lega fé­lagi á sér­stak­lega hag­stæðu gengi.

Hún hefði lýst því hvernig hún, Sigrún Elsa og Dag­ur B. Eggerts­son hefðu farið yfir þessa lista og breytt þeim og þannig hefðu þeir farið frá þeim. Þess­ir samn­ing­ar hefðu verið gagn­rýnd­ir í skýrsl­unni, en ekki væri minnst á þátt þess­ara þriggja borg­ar­full­trúa varðandi þetta atriði og það væri ekki til að auka trú­verðug­leika skýrsl­unn­ar. Upp­haf­lega hefði nefnd­in verið hugsuð sem nefnd odd­vita en odd­vit­ar Sjálf­stæðis­flokks, Sam­fylk­ing­ar og Fram­sókn­ar­flokks hefðu séð að það gengi ekki, þar sem þeir hefðu komið að mál­inu á ákveðnum stig­um. Odd­viti Vinstri grænna hefði hins veg­ar ekki aðeins ákveðið að sitja í nefnd­inni held­ur taka einnig að sér for­mennsk­una.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert