Íbúðir byggðar fyrir geðfatlaða í Kópavogi

Frá undirritun samningsins
Frá undirritun samningsins

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi , hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um búsetu og þjónustu við fólk með geðfötlun í Kópavogi. Byggja á 6 til 7 íbúðir fyrir geðfatlaða á lóð sem Kópavogsbær hefur úthlutað til verkefnisins. Hönnun hússins er hafin og verkið verður boðið út í sumar.
 
Framkvæmdum vegna uppbyggingar skal vera lokið eigi síðar en 1. apríl  2010.

 
Í fréttatilkynningu kemur fram að félags- og tryggingamálaráðuneytið og Kópavogsbær eru sammála um að uppbygging í þágu geðfatlaðra sé samstarfsverkefni þar sem lögð er áhersla á breytileg búsetuúrræði sem henta þörfum  hvers íbúa.
 
Kópavogsbær útvegar íbúðir til búsetu með þjónustu fyrir fólk með geðfötlun sem þarf almenna félagslega heimaþjónustu í samræmi við lög nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Umsýsla húsnæðisins og þjónustunnar verður í höndum Kópavogsbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert