Sendiráð Kína segir Björk valda gremju

Björk á sviði á Paleo tónlistarhátíðinni í Sviss á síðasta …
Björk á sviði á Paleo tónlistarhátíðinni í Sviss á síðasta ári. Reuters

Kínverska sendiráðið á Íslandi segir að ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur á tónleikum hennar í Sjanghæ á sunnudaginn hafi valdið mikilli gremju í Kína en á tónleikunum tileinkaði Björk Tíbetum lagið Declare Independence. Í yfirlýsingu sem sendiráðið sendi Morgunblaðinu segir meðal annars að Tíbet sé óafsalanlegur hluti landsins. „Almennur skilningur alþjóðasamfélagsins er á þessa leið, þar á meðal lýðveldisins Íslands, en ekkert ríki í heiminum viðurkennir Tíbet sem „sjálfstætt ríki“. Öllum tilraunum til þess að aðskilja Tíbet frá Kína verður vitaskuld mótmælt af Kínverjum sem og öðrum í heiminum með vott af réttlætistilfinningu.“

Í yfirlýsingu sem Björk sendi frá sér vegna málsins segir hún meðal annars að sér beri skylda til þess að tjá allar mannlegar tilfinningar og að þörfin til að lýsa yfir sjálfstæði sé ein þeirra.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segist Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og faðir Bjarkar, mjög stoltur af yfirlýsingu dóttur sinnar. | 36

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka