SGS segjast skilja bændur

Yf­ir­lýs­ing­ar Skúla Thorodd­sens, fram­kvæmda­stjóra Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS), í frétt í 24 stund­um í gær um kröf­ur Búnaðarþings í kjara­mál­um hafa valdið all­nokkr­um titr­ingi. Í drög­um að kjara­mála­álykt­un þings­ins er lögð áhersla á að toll­ar á inn­flutt­ar land­búnaðar­vör­ur verði ekki lækkaðir. Skúli sagði þær kröf­ur út í blá­inn.

Aðal­steinn Bald­urs­son, sviðsstjóri mat­væla­sviðs Starfs­greina­sam­bands­ins, seg­ir þetta ekki rétta lýs­ingu á af­stöðu SGS. „Íslensk­ur land­búnaður skipt­ir okk­ur gríðarlegu máli. Það eru þúsund­ir starfs­manna inn­an okk­ar vé­banda sem vinna í kring­um land­búnaðinn. Það er ekki annað hægt en að skilja stöðu bænda sem þurfa að taka á sig þess­ar miklu hækk­an­ir á aðföng­um. Við telj­um því ljóst að stjórn­völd verði að grípa inn í vegna þeirra þreng­inga sem steðja að bænd­um.“ Aðal­steinn seg­ir að hann hafi þegar rætt við Skúla og gert hon­um grein fyr­ir óánægju sinni með hans um­mæli í frétt­inni.

Allt of sterkt tekið til orða

Ólaf­ur Darri Andra­son, hag­fræðing­ur Alþýðusam­bands Íslands, seg­ir að það liggi ekk­ert fyr­ir um hvernig út­færsla stjórn­valda á tolla­lækk­un­um verði. „Þessi yf­ir­lýs­ing var gef­in út til okk­ar í Alþýðusam­band­inu og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins til að liðka fyr­ir kjara­samn­ings­gerð. Það kæmi mér því veru­lega á óvart ef rík­is­stjórn­in myndi hlaupa frá yf­ir­lýs­ingu sinni frá 17. fe­brú­ar. Ef rík­is­stjórn­in félli frá þess­um áform­um sín­um þá myndi það leiða til hærra mat­væla­verðs en ella og lak­ari kaup­mátt­ar hjá al­menn­ingi að mínu mati.“

Har­ald­ur Bene­dikts­son, formaður Bænda­sam­tak­anna, seg­ir að rík­is­stjórn­in hljóti að þurfa að svara fyr­ir hvernig standa eigi að aðgerðunum. „Við höf­um fengið þá túlk­un frá rík­is­stjórn­inni að það eigi að klára þá 40 pró­senta lækk­un á toll­um sem ákveðin var í fyrra. Land­búnaðarráðherra verður svo að svara fyr­ir það hvernig þess­um mál­um verður háttað.“

Í hnot­skurn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert