Smokkar og súkkulaði

Hjá netversluninni nammi.is hafa menn þróað aðferðina við að pakka inn páskaeggjum þannig að þau komist óbrotin til viðskiptavina erlendis. Það kann einnig að koma á óvart að fyrir utan páskaeggin eru smokkar vinsæl vara hjá netversluninni.

Helmingur viðskiptavinanna eru útlendingar sem hafa kynnst íslenskum súkkulaðieggjum hér á landi en hinn helmingurinn eru Íslendingar erlendis og fyrirtæki, bæði íslensk og erlend sem gefa starfsmönnum sínum íslensk páskaegg.

Vöruúrvalið hjá Sófusi hjá nammi.is er mjög fjölbreytt, smokkar, súkkulaði, íslenskt brennivín, þorramatur og ístertur sem reyndar er einungis hægt að fá sendar til sín á höfuðborgarsvæðinu. 

Sófus segir að þeir sem hyggist panta ístertur á höfuðborgarsvæðinu fyrir páska þurfi að gera það í síðasta lagi fyrir helgi og að fresturinn til að senda páskaegg til útlanda með Íslandspósti renni út 9. mars en með hraðflutningsfyrirtæki 16. mars.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert