Stórir hópar eftir að semja

„Það eru ýmsir samningar í gangi,“ segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari um stöðuna í gerð kjarasamninga, en yfir 200 samningar eru lausir á árinu. Alþýðusambandið hefur gengið frá sínum kjarasamningum, en enn eiga stórir hópar eftir að ljúka samningum. Þar á meðal er starfsfólk heilbrigðisstofnana og fleiri hópar. Ásmundur segir flesta samningana vera lausa núna á vormánuðum. Hópar á vegum hins opinbera sé um þessar mundir að byrja á sínum viðræðum þótt þær séu ekki komnar á borð ríkissáttasemjara.

Ásmundur segir erfitt að átta sig á því hversu erfiðir samningar, sem ekki lúta að hinu opinbera, verði í framhaldi af samningum Alþýðusambandsins, en um þessar mundir er unnið að samningum við starfsfólk flugfélaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert