Þjónustusamningur um rekstur hönnunarmiðstöðvar var undirritaður í dag af iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra og níu aðildarfélögum að Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. Ráðuneytin leggja alls 20 milljónir króna til rekstur miðstöðvarinnar á ári næstu þrjú ár.
Níu félög hönnuða og arkitekta hafa sameinað krafta sína og stofnað einkahlutafélagið Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. Tilgangur þess er að reka hönnunarmiðstöð sem hafi það hlutverk „að vekja áhuga og auka skilning á mikilvægi góðrar hönnunar og arkitektúrs fyrir menningar- og efnahagslífið svo og þjóðfélagið allt“, að því er segir í tilkynningu.