Bloggarar taka sig saman og vilja „bjarga Vestfjörðum"

Vestfirðir
Vestfirðir Af vef Bæjarins besta

 Nokkrir í hópi þeirra sem blogga á mbl.is hyggjast stofna BBV-samtökin, sem stendur fyrir Bloggarar bjarga Vestfjörðum. Samtökin ætla að berjast fyrir atvinnulífi og bættu mannlífi á Vestförðum. Bloggararnir eru ekki hrifnir af olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum og ætla sér að stöðva þau áform.

Samtökin segjast vera með margar hugmyndir til að auka störf í fjórðungnum. Þetta eru ekki flokkspólitísk samtök og hópurinn stendur saman af fólki víða af landinu. Í tilkynningu segir að það sem sameinar þessa bloggara er að allir eiga ýmist ættir að rekja til Vestfjarða eða er þar búsettir.

„Það sem þessi samtök ætla að gera er að koma með ný störf sem munu byggjast á því að nýta hina ósnortnu náttúru Vestfjarða og ekki síður að sanna fyrir þjóðinni í eitt skipti fyrir öll að Vestfirðir geta staðið á eigin fótum og bjargað sínum málum sjálfir ef þeir fá til þess frið fyrir stjórnvöldum þessa lands, sem fram að þessu hafa ekkert gert til að stöðva hinn mikla fólksflótta af svæðinu og öll umræða um Vestfirði verið neikvæð og sumir telja að þar búi ekkert fólk nema sérvitringar og hugsi ekki um neitt nema úreltar atvinnugreinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Vestfirðir eiga nefnilega dýrmæta fjársjóði og með því að nýta þá er hægt að snúa þessari þróun við og fólk fer að vilja flytja til Vestfarða en ekki frá.“

Í undirbúningshóp fyrir samtökin eru Ásthildur Cesil Þórðardóttir, Ísafirði, Jakob Falur Kristinsson, Sandgerði og Rósa Aðalsteinsdóttir, Vopnafirði.

Nánar um fyrirætlanir bloggaranna 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert