Engin stórfelld tollalækkun

Ekki verður ráðist í neinar stórfelldar lækkanir á tollum á landbúnaðarvöru, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra á Alþingi í gær en Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði áhyggjur bænda vegna hækkandi verðs á aðföngum að umtalsefni.

Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa gefið óljós fyrirheit um að endurskoða alla tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum. „Tollar hafa lækkað mjög mikið á undanförnum árum og ef það verður ráðist þar enn á þá mun það gera íslenskum landbúnaði mjög erfitt fyrir,“ áréttaði Bjarni og taldi landbúnaðarráðherra hafa sýnt skilning en vildi jafnframt heyra álit fjármálaráðherra.

Árni sagði áhyggjur Bjarna af því að fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra væru ósammála í þessum efnum óþarfar. „Það er auðvitað vandasamt verk að feta þann stig að bæta bæði hagsmuni neytenda og bænda hvað varðar verð á matvöru þannig að bændur geti vel við unað og neytendur njóti þess að hafa sem best kjör á matvörunni. Við höfum reynt að gera þetta vandlega á undanförnum árum og það mun verða gert áfram,“ áréttaði Árni og sagði að þótt blikur væru á lofti varðandi landbúnaðarmál þyrfti enginn að óttast að ríkisstjórnin gengi á einhvern hátt harkalega fram í þeim efnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka