Fjölskylduhjálp Íslands gerir ráð fyrir að 150 fjölskyldur sæki um aðstoð fyrir páskana að þessu sinni en páskaúthlutun fer fram miðvikudaginn 19. mars. Þegar hafa yfir 80 fjölskyldur sótt um aðstoð fyrir hátíðina.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni að hún muni kaupa 150 lambahryggi til hátíðarinnar. Þá er fólk hvatt til að hugsa til þeirra sem búi við neyð á Íslandi og leggi sitt að mörkum með matvæla eða fjárframlögum.
Leggja má fjárframlög inn á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands í Landsbankanum 101-26-66090 kt. 660903-2590.