Keyrði pallinn af á göngubrú

Frá brúnni í morgun
Frá brúnni í morgun mbl.is/Brynjar Gauti

Vörubílstjóri keyrði pallinn af hjá sér þegar hann fór undir göngubrú á Vatnsendaveg við Álfahvarf í Kópavogi rétt fyrir klukkan 9 í morgun.  Svo virðist sem vörubíllinn hafi verið með pallinn uppi þegar hann fór undir göngubrúna.

Að sögn lögreglu er umferð sem stendur lokað í báðar áttir þangað til kranabíll kemur til að fjarlægja pallinn.  Ökumaður var fluttur á slysavarðardeild og í ljós kom að meiðsli hans voru minniháttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka