Snjókoma og él á landinu í dag

Veðurstofan spáir norðaustan 5-13 m/s norðan- og austanverðu landinu í dag. Hvassast verður á annesjum og snjókoma en lægir og styttir upp norðaustantil. Sunnantil á landinu verður hæg breytileg átt og dálítil él, en snjókoma suðvestanlands í fyrstu. Hiti verður í kringum frostmark. 

Um helgina og fram á fimmtudag er búist við fremur hægir norðaustlægri eða breytilegri átt með éljum, en nokkrum strekkingi með köflum yfir Vestfjörðum og snjókomu. Hiti verður yfirleitt nálægt frostmarki, en vægt frost verður um norðanvert landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert