Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í morgun sýknaður af ákæru um að hafa ræktað kannabisefni í geymslu íbúðar sinnar í Hveragerði. Í geymslunni fundust 25 kannabisplöntur og upptæk voru gerð 2,93 grömm af kannabisjurtum og 0,43 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem fundust í íbúðinni. Ekki þótti sannað að maðurinn hafi staðið fyrir ræktuninni en hann var ekki staddur á landinu þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans.