Vændi á netsíðu

mbl.is/Kristinn

„Ég hef gam­an [af því] að leika mér í kyn­líf­inu, nýt þess alltaf ef vel geng­ur og því ekki að prófa að gera það sem fæst­ir vilja?“ Með þess­um orðum svar­ar ís­lensk kona, sem býður upp á „eró­tískt nudd“ og aug­lýs­ir á heimasíðu sinni, þeirri spurn­ingu hvers vegna hún hafi kosið sér þann starfs­vett­vang.

Friðrik Smári Björg­vins­son, yf­ir­lög­regluþjónn á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir lög­regl­una hafa um­rædda net­síðu til skoðunar. Meira sé ekki hægt að segja um málið að svo stöddu. Hann seg­ir lög­reglu fá ýms­ar ábend­ing­ar um vændi í borg­inni og fylgja þeim eft­ir. Komi í ljós að um sé að ræða „ein­yrkja“, þ.e. að þriðji aðili hagn­ist ekki á vænd­inu, sé ekk­ert aðhafst frek­ar.

Á heimasíðunni er m.a. und­ir­síða með spurn­ing­um og svör­um, og regl­ur í tutt­ugu liðum sem viðskipta­vin­ir þurfa að fylgja.

Ekki stóra menn eða fatlaða

Í spurt og svarað-liðnum get­ur viðskipta­vin­ur­inn t.d. kom­ist að því að hann megi fá eins marg­ar full­næg­ing­ar og tím­inn leyfi, og fái fimmta hvert skipti ókeyp­is.

Meðal reglna sem viðskipta­vin­ir þurfa að upp­fylla er að mæta ekki í pantaðan tíma und­ir áhrif­um áfeng­is eða annarra vímu­gjafa, og greiða ein­göngu með pen­ing­um.

„Ef þú sérð mig ein­hvers staðar á al­manna­færi óska ég eft­ir því að þú lát­ir sem ekk­ert sé og ger­ir ekki neina til­raun til að tala við mig,“ seg­ir enn­frem­ur í regl­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert