VG vilja styrkja Seðlabankann

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Kristinn

Vinstri grænir vilja styrkja Seðlabanka Íslands með því að auka gjaldeyrisvaraforðann um allt að 80 milljarða og styrkja eigið fé hans til viðbótar um allt að 40 milljarða króna með innlendu skuldafjárútboði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frumvarpi til laga um ráðstafanir í efnahagsmálum sem var kynnt á blaðamannafundi VG í morgun.

Vinstri grænir vilja að allt að einum milljarði verði varið til Nýsköpunarsjóðs, 1 milljarði til Tækniþróunarsjóðs, allt að 500 milljónum til atvinnuþróunarfélaga, allt að 250 milljónum til aukins markaðsstarfs á sviði ferðamála og allt að 250 milljónum til umhverfisaðgerða og uppbyggingar þjóðgarða.

Að stöðva um sinn og stjórna síðan tímasetningu stóriðju- og stórframkvæmda með því að kaupa rannsóknarniðurstöður og greiða fyrirtækjum útlagðan undirbúningskostnað. Einnig verði heimilt að stöðva leyfisveitingar innan tilgreindra tímamarka sé það nauðsynlegt til að ná efnahagslegum stöðugleika og varðveita hann. Aðgerðir á svið umhverfismála fái 200 m.kr viðbótarfjármagn.

 Sérstakt þjóðhagsráð verði stofnað

Að setja á stofn sérstakt Þjóðhagsráð, skipað fulltrúum þingflokka og hagsmunaaðila, sem veitir stjórnvöldum ráðgjöf, metur framvindu og horfur í þjóðarbúskapnum og gefur mánaðarlega álit um stöðu mála. Þjóðhagsráð skoði hvort ástæða sé til að endurreisa Þjóðhagsstofnun eða hliðstæðri fagstofnun og hvernig styrkur lífeyrissjóðanna megi best nýtast innan hagkerfisins, t.d. í samhengi við framtíðarskipan húsnæðismála, þó þannig að lífeyrissparnaður landsmanna sé ætíð tryggður eins og best er mögulegt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert