Lífrænn landbúnaður: 400 km á lífrænt sláturhús

Framleiðendur lífræns lambakjöts hafa takmarkaða möguleika á að markaðssetja afurðir sínar sem lífrænar. Einungis tvö sláturhús á landinu hafa lífræna vottun. Þetta eru sláturhúsin á Hvammstanga og á Blönduósi.

Bændurnir í Þórisholti í Mýrdal hættu sauðfjárbúskap síðastliðið haust en sá búskapur var lífrænt vottaður. Guðni Einarsson, einn bændanna í Þórisholti, segir að fjarlægðin frá vottuðu sláturhúsi hafi átt stóran þátt í því að ákveðið var að hætta sauðfjárbúskap. Frá Þórisholti eru 402 kílómetrar á Hvammstanga þar sem er næsta lífrænt vottaða sláturhús. „Það var engin glóra að flytja skepnurnar alla þessa leið. Það kom aldrei til greina því að ávinningurinn af lífrænni ræktun var í raun horfinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert