Ævisaga Vigdísar gefin út haustið 2009

Vigdís Finnbogadóttir
Vigdís Finnbogadóttir mbl.is/RAX

Páll Valsson rithöfundur vinnur um þessar mundir að ævisögu Vigdíar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin á að koma út haustið 2009.

„Manneskjan Vigdís, lífshlaup hennar og skoðanir verða auðvitað í forgrunni en um leið erum við að fjalla um mjög merkilega þjóðarsögu. Hún verður náttúrlega að vera þarna mjög skýrt í bakgrunni,“ segir rithöfundurinn Páll Valsson sem vinnur um þessar mundir að ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. 

Stefnt er að því að bókin komi út haustið 2009 en það er Forlagið sem gefur út. „Þetta hefur verið draumur minn mjög lengi, enda er mjög langt síðan ég færði þetta í tal við Vigdísi fyrst,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi í viðtali í Morgunblaðinu.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Ómar Óskarsson
Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi og Páll Valsson rithöfundur.
Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi og Páll Valsson rithöfundur. Kristinn Ingvarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert