Átröskun yfirbuguð eins og fíkn

Kanadíski læknirinn Joan M. Johnston heldur fyrirlestur um átröskun á Háskólatorgi í dag kl. 13-16 og stendur fyrir námskeiði á morgun, sunnudag, fyrir þolendur átröskunar og aðstandendur þeirra. Hún hefur sjálf glímt við sjúkdóminn en hlaut bata fyrir 25 árum og sérhæfði sig í lækningum við sjúkdóminum, sem hún líkir við sjúkdóma á borð við áfengissýki, og telur þar af leiðandi að ná megi bata með því að nálgast hann með aðferðum 12 spora kerfisins samhliða heilbrigðisþjónustu.

„Átröskun herjar á alla aldurshópa, en þó einkum á hina yngri, þ.e. ungmenni og konur á þrítugsaldri,“ segir Johnston. Hún bendir jafnframt á að allt að 20% sjúklinga séu karlmenn.

Í Norður-Ameríku eru margvísleg úrræði í boði fyrir átröskunarsjúklinga en nærri helmingur sjúklinga nær samt ekki bata með þeim.

Í heimalandi sínu stýrir Johnston meðferð sem boðið er upp á hjá meðferðarstofnun á vegum átröskunarsamtakanna SACRED, sem stofnuð voru árið 1996.

„Nálgun mín byggist á því að átröskun, anorexía og búlemía, sé áþekk áfengissýki,“ segir hún og bendir á að markmiðið sé að átröskunarsjúklingar láti af sjúklegri hegðun sinni í tengslum við mat, líkt og áfengissjúklingurinn láti af drykkju. Til viðbótar er stuðst við líkamshreyfingu og sálfræðimeðferð til að ná bata hjá átröskunarsjúklingunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert