Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki verða sendiherra þegar hann hætti í stjórnmálum eftir að núverandi kjörtímabili lýkur. Hann hafi hins vegar mikinn áhuga á utanríkis- og öryggismálunum. „Ég þarf að meta hvar ég tel mig geta orðið best að liði,“ segir Björn í viðtali við 24 stundir. „Eða ætti ég kannski bara að fara að sinna kindunum mínum í Fljótshlíðinni?“