Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi stjórnarformaður KEA, gekk úr stjórn KEA á aðalfundi í dag. Hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og gagnrýndi æðstu stjórnendur félagsins nokkuð harkalega í kveðjuræðu.
Benedikt setti fram gagnrýni á störf Hannesar Karlssonar stjórnarformanns og Halldórs Jóhannssonar framkvæmdastjóra og telur að félagið sinni ekki samfélagslegum verkefnum eins og áður. Benedikt hefur setið í stjórn í nokkur ár og var formaður stjórnar frá 2002 til 2006.
Ein breyting varð á stjórn KEA í dag. Í stað Benedikts var kjörinn Njáll Trausti Friðbertsson.