Gaf háskóla í Utah sjaldgæfa íslenska biblíu

Eintak af Þorláksbiblíu, sem Héraðsbókasafn Borgarfjarðar fékk nýlega að gjöf.
Eintak af Þorláksbiblíu, sem Héraðsbókasafn Borgarfjarðar fékk nýlega að gjöf. mbl.is/Guðrún Vala

Thor Leifsson, sem býr í borginni Provo í Utah hefur gefið Brigham Young háskólanum eintak af svonefndri Þorláksbiblíu sem prentuð var á Hólum í Hjaltadal árið 1644. Þorláksbiblía er ein fágætasta íslenska biblían.

Fram kemur í blaðinu Daily Herald, að Thor Leifsson sé heiðurskonsúll Íslands en hann á ættir að rekja til Íslands. Fjölskylda trúboða, sem snéri forfeðrum Thors til mormónatrúar á 19. öld, gaf J. Victor Leifson, föður Thors, biblíuna.

Blaðið segir að átta blöð vanti í biblíuna, sem háskólinn fær nú að gjöf. Vitað sé til þess, að fjórar Þorláks-Biblíur hafi verið seldar á undanförnum þremur áratugum og besta eintakið hafi selst á uppboði árið 2006 fyrir 16 þúsund dali, jafnvirði um 1,1 milljónar króna.

Blaðið hefur eftir Thor að faðir hans hafi talað íslensku reiprennandi og stundum lesið úr biblíunni.  

Þorláksbiblía var prentuð þegar Guðbrandsbiblía var uppseld og sá Þorlákur Skúlason, dóttursonur Guðbrandar Þorlákssonar, um prentunina. Talið er að biblían hafi verið prentuð í um 500 eintökum og að um 40 eintök séu hér á landi.

Frétt Daily Herald

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka