Stutt í næstu hækkun?

Þorkell Þorkelsson

Haldi gengi krón­unn­ar áfram að veikj­ast verður þess tæp­lega langt að bíða að verð á eldsneyti hækki á ný, en bens­ín­lítr­inn hækkaði um tvær krón­ur í gær og fyrra­dag. Síðan verðið hækkaði hef­ur doll­ar­inn hækkað um 1,3%. Um síðustu ára­mót kostaði doll­ar­inn rúm­lega 62 kr., en í gær kostaði hann tæp­lega 68 kr. Þetta er 9% hækk­un.

Fyr­ir fjór­um árum þurfti eig­andi bíls sem eyddi 9 l/​100 km og keyrður var 15 þúsund kíló­metra á ári að greiða 138.510 kr. fyr­ir bens­ínið á ári. Þess­ar upp­lýs­ing­ar eru á heimasíðu FÍB. Í janú­ar sl. kostaði bens­ínið á sama bíl 188.325 kr. miðað við 15 þúsund km keyrslu á einu ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert