Stutt í næstu hækkun?

Þorkell Þorkelsson

Haldi gengi krónunnar áfram að veikjast verður þess tæplega langt að bíða að verð á eldsneyti hækki á ný, en bensínlítrinn hækkaði um tvær krónur í gær og fyrradag. Síðan verðið hækkaði hefur dollarinn hækkað um 1,3%. Um síðustu áramót kostaði dollarinn rúmlega 62 kr., en í gær kostaði hann tæplega 68 kr. Þetta er 9% hækkun.

Fyrir fjórum árum þurfti eigandi bíls sem eyddi 9 l/100 km og keyrður var 15 þúsund kílómetra á ári að greiða 138.510 kr. fyrir bensínið á ári. Þessar upplýsingar eru á heimasíðu FÍB. Í janúar sl. kostaði bensínið á sama bíl 188.325 kr. miðað við 15 þúsund km keyrslu á einu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert