Kvenorkan virkjuð

Hátt í 60 kon­ur hafa farið á vett­vang til lengri tíma á veg­um Íslensku friðargæsl­unn­ar sl. ára­tug. Mættu rúm­lega tutt­ugu þeirra í gær til ut­an­rík­is­ráðherra, Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur, í til­efni alþjóðlegs dags kvenna sem er í dag og út­gáfu nýrr­ar fram­kvæm­a­áætl­un­ar ráðuneyt­is­ins um kon­ur, frið og ör­yggi.

Frá þessu grein­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið í frétta­til­kynn­ingu. Þar seg­ir enn­frem­ur:

Íslensk­um kon­um hef­ur fjölgað jafnt og þétt í friðargæslu­störf­um. Árið 2004 voru þær í um 14% starfa á veg­um friðargæsl­unn­ar, í dag eru þær nærri helm­ing­ur (45%) friðargæsluliða. Þá eru ekki tald­ar þær fjöl­mörgu kon­ur sem starfað hafa við kosn­inga­eft­ir­lit og önn­ur skemmri verk­efni fyr­ir friðargæsl­una er­lend­is.

Sagði Ingi­björg Sól­rún Íslend­inga oft halda á lofti nýt­ingu end­ur­nýj­an­legr­ar orku, einkum jarðorku og vatns­orku. „Slík orka finnst á nokkr­um stöðum í heim­in­um,” sagði hún. „En kven­ork­an er allsstaðar. Hana þurf­um við að virkja.”

Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur vaknað til vit­und­ar um það að friður kemst ekki á til fram­búðar nema allt sam­fé­lagið standi að slíku og öll­um séu sköpuð tæki­færi til þátt­töku.  Stór­auk­in áhersla er nú á þátt­töku kvenna af hálfu Sam­einuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofn­ana í alþjóðlegu upp­bygg­ing­ar­starfi.

Þetta kem­ur skýrt fram í álykt­un Örygg­is­ráðs SÞ nr. 1325 um kon­ur, frið og ör­yggi. Ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur gefið út fram­kvæmda­áætl­un um álykt­un­ina, en álykt­un­in skýr­ir og skerp­ir áhersl­ur Íslands á alþjóðavett­vangi, í verk­efn­um friðargæsl­unn­ar og í því sem snýr að end­ur­mennt­un og þjálf­un karla og kvenna sem starfa að þess­um mál­um í ut­an­rík­isþjón­ust­unni og friðargæsl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert