Skáksetur til heiðurs Fischer og Friðriki

Friðrik Ólafsson
Friðrik Ólafsson Golli

Guðni Ágústs­son, alþing­ismaður og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hyggst leggja fram á Alþingi til­lögu til þings­álykt­un­ar um stofn­un skák­set­urs sem helgað verði skák­afrek­um stór­meist­ar­anna Bobby Fischers og Friðriks Ólafs­son­ar.

Alþing­is­menn úr öll­um stjórn­mála­flokk­um á Alþingi verða meðflutn­ings­menn til­lög­unn­ar. „Meðan skák verður tefld í heim­in­um verður nafni Fischers haldið á loft og marg­ir skák­menn dá hans sögu. Eins er það með Friðrik Ólafs­son sem verið hef­ur þjóðhetja frá unga aldri í skák - og báðir eru þeir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar,“ sagði Guðni.

Nán­ar í sunnu­dagsút­gáfu Morg­un­blaðsins.

Bobby Fischer
Bobby Fischer Rax
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert