Guðni Ágústsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stofnun skákseturs sem helgað verði skákafrekum stórmeistaranna Bobby Fischers og Friðriks Ólafssonar.
Alþingismenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi verða meðflutningsmenn tillögunnar. „Meðan skák verður tefld í heiminum verður nafni Fischers haldið á loft og margir skákmenn dá hans sögu. Eins er það með Friðrik Ólafsson sem verið hefur þjóðhetja frá unga aldri í skák - og báðir eru þeir íslenskir ríkisborgarar,“ sagði Guðni.
Nánar í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins.