Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæmi Sauðárkrókslögreglunnar í morgun. Á sjöunda tímanum valt bíll á Sauðárkróksbraut og endaði úti í Víðidalsá. Tvennt var í bílnum og slapp án alvarlegra meiðsla, en bíllinn skemmdist mikið.
Nokkrum mínútum síðar var tilkynnt um óhapp við Miklabæ í Blönduhlíð, en þar hafði bíl verið ekið útaf. Ökumaðurinn var einn á ferð og slasaði ekki, en er grunaður um ölvun.
Laust eftir klukkan 10 var svo tilkynnt um óhapp á Héraðsdalsvegi við bæinn Stapa. Þar hafði einnig verið ekið útaf. Ökumanni, sem einnig er grunaður um ölvun, hafði borist aðstoð áður en lögreglu barst tilkynning um óhappið.