Keppt verður í 100 kílómetra hlaupi í Reykjavík snemma í júní. Það er Félag 100 km hlaupara á Íslandi sem stendur fyrir mótinu og stefnt er að því að það verði 7. júní eða daginn eftir.
Hlaupnar verða 10 x 10 km „lykkjur“ um Fossvogsdal, Elliðaárdal og yfir í Bryggjuhverfi. Áætlað er að hefja hlaup kl. 7:00 að morgni og keppendur skulu ljúka hlaupi á innan við 15 klst. skv. upplýsingum frá mótshöldurum.