Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2406 ELO stig) sigraði egypska heimsmeistarann Ahmed Adly (2551) í sjöundu umferð Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins, sem fram fór í dag en Adly er núverandi heimsmeistari 20 ára og yngri.
Bragi hefur nú 5 vinninga og er í 4.-11. sæti. Hannes Hlífar Stefánsson (2569) gerði jafntefl við stigahæsta keppenda mótsins Wang Yue (2698) og er í 2.-3. sæti með 5,5 vinninga. Efstur er annar Kínverji, Wang Hao (2665), með 6 vinninga.
Meðal annarra úrslita má nefna að Björn, bróðir Braga, sigraði sambíska alþjóðlega meistarann Amon Simutowe (2457) og hefur 4,5 vinning. Áttunda og næstsíðusta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 17. Keppnin færist nú í Ráðhús Reykjavíkur þar sem teflt verður tvo síðustu dagana.