Flatskjá stolið við flugvöll

Tvö innbrot voru tilkynnt á höfuðborgarsvæðinu í morgun.
Tvö innbrot voru tilkynnt á höfuðborgarsvæðinu í morgun. mbl.is/Þorkell

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í morgun tilkynnt innbrot á Hertz bílaleiguna við Flugvallarveg við Reykjavíkurflugvöll. Þar höfðu þjófar brotið rúðu og haft 40 tommu flatskjá á brott með sér.

Annað innbrot sem líklegast var framið um helgina var tilkynnt í morgun. Þjófar höfðu spennt upp dyr og brotist inn í verslunina Zikk zakk í Kópavogi og brotið upp skúffu á sjóðsvél. Þeir höfðu á brott með sér 15 þúsund krónur.

Varðstjóri lögreglunnar vildi koma þeim ábendingum til verslunareigenda að víða erlendis væri þannig gengið frá sjóðsvélum að þær sæjust vel utanfrá væru jafnvel bornar út í glugga með opna skúffu til að sýna að þar væru engin verðmæti þar sem vélarnar sjálfar eru yfirleitt mun dýrari en skiptimyntin sem þær geyma á nóttunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert