Græjað á grásleppuna

Hörður kemur veiðarfærunum um borð í Eika Matta.
Hörður kemur veiðarfærunum um borð í Eika Matta. mbl.is/Hafþór

Þau eru mörg handtökin við að græja á grásleppuna. Vertíðin fyrir norðurlandi mátti hefjast í dag og í fyrramálið ætla Jón Ólafur Sigfússon og Hörður Eiríksson á Eika Matta ÞH að leggja netin, fyrstir Húsavíkurbáta.

Sjö eða átta bátar verða gerðir út til grásleppuveiða frá Húsavík í ár. Ekki er sama kapp lagt á það nú og áður að byrja vertíðina sem fyrst, því hver bátur má einungis veiða í 50 daga á vertíðinni, líkt og í fyrra.

Hörður sagði að líklega væri þó best að koma netunum sem fyrst í sjó, áður en hrognaverð lækkaði meira, en sjómenn eru ekki alskostar ánægðir með verðtilboð hrognakaupenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert