Kjarasamningarnir samþykktir með miklum meirihluta

Kjarasamningar Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir með afgerandi hætti í öllum félögum, en talning atkvæða lauk í dag, að því er fram kemur í frétt á vef Starfsgreinasambandsins.

Af þeim sem greiddu atkvæði samþykktu 84 % félagsmanna landsbyggðarfélaga SGS samninginn og 85 % félagsmanna Flóafélaganna. Þátttaka var 20,5%, nokkuð meiri á landsbyggðinni eða 24.5% en tæp 18% hjá flóafélögunum.

Rétt til að greiða atkvæði um samninginn höfðu alls 31.859 félagsmenn SGS, þar af 18.374 innan Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar, VSFK og Boðans.

Fyrir liggur að Samtök atvinnulífsins hafa einnig samþykkt samninginn fyrir sitt leyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert