Rauði krossinn beinir sjónum að fólki í greiðsluerfiðleikum

Hjálp­arsími Rauða kross­ins 1717 stend­ur fyr­ir átaki vik­una 10. - 17. mars þar sem sjón­um er beint að mál­efn­um fólks sem á í greiðslu­erfiðleik­um.  Átakið er und­ir yf­ir­skrift­inni Þorirðu ekki að opna þau – opnaðu þig og er til­gang­ur­inn að benda fólki á að það geti fengið ráðgjöf og upp­lýs­ing­ar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í Hjálp­arsím­ann 1717.  

Einnig er ætl­un­in að hvetja til umræðu í þjóðfé­lag­inu um fjár­mála­vanda heim­il­anna jafn­framt því að benda á leiðir til úr­lausn­ar.  Hjálp­arsím­inn vann að und­ir­bún­ingi átaksvik­unn­ar í sam­starfi við Ráðgjafa­stofu um fjár­mál heim­il­anna og Fjár­málaþjón­ust­una, og fengu sjálf­boðaliðar sem svara í 1717 fræðslu frá þess­um aðilum, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert