Sameinast um flutning á mjólk

Þorkell Þorkelsson

Mjólka ehf. og Auðhumla svf. hafa komist að samkomulagi um að Auðhumla muni héðan í frá annast söfnun mjólkur frá mjólkurframleiðendum fyrir bæði félögin. 

Að undanförnu hafa umtalsverðar hækkanir átt sér stað á eldsneyti, aðföngum og öðrum rekstarþáttum sem eru mjög íþyngjandi allri landbúnaðarstarfsemi, að því er segir í fréttatilkynningu.

„ Með þessari sameiginlegu ákvörðun njóta bæði félögin ávinnings af betri nýtingu flutningstækja og lægri rekstrarkostnaðar við að koma mjólk frá mjólkurframleiðendum til vinnslustöðva. Mjólkursamsalan ehf. mun annast framkvæmd og rekstur mjólkursöfnunar.
Þetta samkomulag nær einungis til söfnunar á mjólk frá framleiðendum. Félögin munu áfram vera í samkeppni á vörumarkaði hvort með sínar afurðir og sérstöðu," samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert