Sigríður Anna skipuð sendiherra

Sigríður Anna Þórðardóttir
Sigríður Anna Þórðardóttir

Utanríkisráðherra hefur skipað Grétu Gunnarsdóttur, sviðsstjóra alþjóða- og
öryggissviðs, Þóri Ibsen, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu, og Sigríði
Önnu Þórðardóttur, fyrrverandi ráðherra og alþingismann, sendiherra í
utanríkisþjónustunni.

Skipun Grétu og Þóris miðast við 15. þessa mánaðar og
skipun Sigríðar Önnu miðast við 1. júlí nk. Einn sendiherra mun láta af
embætti á þessu ári og fyrir liggur að á næsta ári muni fimm til sjö
sendiherrar til viðbótar láta af embættum, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert